Gló

Gló

Vinnustaðurinn
Gló
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Gló ævintýrið byrjaði á hógværum litlum hugsjónastað í Laugardal en hefur vaxið í kærleiksríkt náttúrafl á veitingamarkaði Íslendinga sem rekur fjóra veitingastaði, einn á Laugavegi, annan í Fákafeni, þriðja í Hæðarsmára og fjórða í Engjateignum, en sá á Engjateignum er nú 100% vegan. Með sköpunarkrafti, ástríðu og ófrávíkjanlegum gæðakröfum að vopni hefur stofnendum og eigendum tekist að hafa djúp áhrif á neysluvenjur og almennt framboð af handhægri hollustu fyrir kröfuharða matargesti. Í dag eru staðirnir tveir reknir af sömu og hugsjón og ástríðu og lá í loftinu þegar Solla og Elli opnuðu dyrnar í fyrsta sinn, en staðirnir hafa það enn að markmiði að gera stöðugt betur og leita sífellt nýrra leiða til að uppfylla fjölbreyttar þarfir heilsumeðvitaðra Íslendinga. Öll vöruþróun, matarhönnun og nýsköpun er enn í höndum hinnar skapandi og orkumiklu Sollu sem er óþrjótandi brunnur hugmynda og kærleiks, enda er jafn líklegt að finna hana í frumlegum grænmetisútskurði, syngjandi í uppvaskinu eða í faðmlagi við nærtækan starfsmann.
Fákafen 11, 108 Reykjavík
Nýjustu störfin

Engin störf í boði